Lægsta olíuverðið - Landssamband smábátaeigenda

Lægsta olíuverðið
Á aðalfundi LS var greint frá hugmyndum sem gætu aukið verðvitund félagsmanna er varðar eldsneytisverð.    


Það virðist færast í vöxt að ekki er sýnt verð á lítra þegar dælt er.   Verðið kemur ekki í ljós fyrr en viðkomandi fær mánaðarlegt uppgjör.  Það er skoðun LS að þessi afgreiðslumáti slævi verðvitund, þar sem flestir sem spurðir voru höfðu ekki hugmynd um hvert lítraverðið væri.  Aftur á móti þegar þeir voru spurðir um hvað þeir fengju í afslátt stóð ekki á svari og það jafnan látið fylgja að þeir væru ánægðir með þá krónutölu.  Það sem þar vakti athygli var hversu lítill munur var hjá hverjum og einum.


LS hefur að þessu tilefni ákveðið að birta lítraverð án afsláttar hér á síðunni.  Mismunur á hæsta og lægsta verði í dag, 23. október 2014 var 1,05%.  Verðið var lægst hjá Skeljungi 162,10 með vsk.  Verð hjá N1 er hálfu prósenti hærra 162,90 og hjá OLÍS kostar lítrinn 163,80-.


Félagsmenn eru hvattir til að bera verðið sem hér er birt saman við þann afslátt sem þeir hafa.


Lítarverð á litaðri skipagasolíu 23. október 2014 án afsláttar.

Skeljungur 162,10 
N1         162,90
OLÍS 163,80


  

 

efnisyfirlit síðunnar

Hönnun og umsjón: GB hönnun ehf, Laugavegi 13, 101 Reykjavík, augl@smabatar.is

...