Ráðherra vill öfluga smábátaútgerð - Landssamband smábátaeigenda

Ráðherra vill öfluga smábátaútgerð
Sigurður Ingi Jóhannsson sjávarútvegsráðherra ávarpaði aðalfund Landssambands smábátaeigenda.  Í máli hans kom m.a. fram að hann hyggst á næstunni leggja fram frumvarp um viðskipti með aflaheimildir.  Þar er gert ráð fyrir að öll kvótaviðskipti fari í framtíðinni fram í gegnum opinberan tilboðsmarkað, eins konar kvótaþing. 
 
aðalf. Sigurður Ingi.jpg

Ráðherra sagðist hafa það að markmiði að fylgja ráðleggingum vísindamanna við ákvörðun heildarafla, það þýddi þó ekki að gagnrýni væri tilgangslaus.  Vísindamenn ættu að hlusta á það sem sjómenn hefðu fram að færa.  
Varðandi gagnrýni smábátaeigenda á ráðgjöf og veiðistjórnun á ýsu og makríl sagði ráðherra að veitt væri samkvæmt niðurstöðum rannsókna um veiðiþol.  Stíga bæri varlega til jarðar, þannig að tryggt væri að eiga gjöfula auðlind til framtíðar.  


Hvers vegna ekki hefði verið aukið hressilega við makrílkvóta smábáta, svaraði hann því til að smábátaeigendur hefðu fengið fullvissu um veiðarnar í upphafi og það hefðu fleiri en þeir þegið viðbót.


Ráðherra vék að línuívilnun í ýsu sem hann hefði tekið ákvörðun um að minnka um 1000 tonn. Greina mátti hjá honum að 170 tonnum af því yrði skilað á næstunni.

Ráðherra lauk máli sínu með því að kveða fast að orði um að á Íslandi ætti að vera öflug smábátaútgerð.1 Athugasemdir

Og hvað flokkar hann sem öfluga, er það fáir og stórir eða margir smærri?

Það virðist allt vera gert til að fækka þessum litlu.

 

efnisyfirlit síðunnar

Hönnun og umsjón: GB hönnun ehf, Laugavegi 13, 101 Reykjavík, augl@smabatar.is

...