Snæfellsbær styður línuívilnun og makrílveiðar smábáta - Landssamband smábátaeigenda

Snæfellsbær styður línuívilnun og makrílveiðar smábáta
Bæjarstjórn Snæfellsbæjar samþykkti 2. október sl. stuðning við línuívilnun og makrílveiðar smábáta.


Línuívilnun - skapað mörg störf til sjós og lands

Í ályktun bæjarstjórnarinnar um línuívilnun segir m.a.: 
„Bæjarstjórn Snæfellsbæjar skorar á stjórnvöld að efla línuívilnun.  Línuívilnun hefur reynst raunhæft úrræði til að efla hinar dreifðu byggðir.  Þá hefur línuívilnun aukið framboð á ferskum fiski samhliða hærra útflutningsverðmæti.  Atvinna tengd línuívilnun og vinnslu afla af dagróðrabátum skiptir miklu máli fyrir mörg byggðarlög eins og Snæfellsbæ.“

Ennfremur er lýsir bæjarstjórnin áhyggjum sínum yfir að búið er að skerða línuívilnun í ýsu og steinbít og skorar á sjávarútvegsráðherra draga hana til  baka.

Grundarfjörður.jpg

Harma ákvörun um stöðvun makrílveiða

Í ályktun bæjarstjórnarinnar er hörmuð sú ákvörun sjávarútvegsráðherra að stöðva makrílveiðar smábáta í byrjun september. 
„Jafnframt skorar bæjarstjórn Snæfellsbæjar á ráðherra, að við ákvörðun aflaheimilda á makríl fyrir næsta fiskveiðiár hjá línu- og handfærabátum, þá verði hlutur þeirra stærri og allrar sanngirni verði gætt við úthlutun“, eins og segir í ályktuninni. 

efnisyfirlit síðunnar

Hönnun og umsjón: GB hönnun ehf, Laugavegi 13, 101 Reykjavík, augl@smabatar.is

...