Leyfa flottroll í friðunarhólfi - Landssamband smábátaeigenda

Leyfa flottroll í friðunarhólfiSjávarútvegsráðuneytið hefur nú öðru sinni heimilað notkun flottrolls í friðunarhólfi um 70 sjómílur vestur af Breiðafirði.  Fyrst var gefin út reglugerð sem opnaði hólfið fyrir flottrollsveiðum 31. október sl. og átti reglugerðin að standa til 7. nóvember sl.  Nú hefur öðru sinni verið gefin út reglugerð sem heimilar þessar veiðar til 15. nóvember.


Athygli er vakin á að veiðar með flottrolli á síld eru mjög umdeildar og mótmælir Landssamband smábátaeigenda ákvörðun sjávarútvegsráðuneytisins harðlega.  


Hólfið er eitt af friðunarhólfum sem kveðið er á um í reglugerð um friðunarsvæði við Ísland.  Myndin sýnir hólfið merkt með gráu 

Screen Shot 2014-11-10 at 17.55.57.png 

 

efnisyfirlit síðunnar

Hönnun og umsjón: GB hönnun ehf, Laugavegi 13, 101 Reykjavík, augl@smabatar.is

...