Makríllinn kominn yfir 18 milljarða - Landssamband smábátaeigenda

Makríllinn kominn yfir 18 milljarða
Makríllinn ætlar að reynast okkur drjúg tekjulind á yfirstandandi fiskveiðiári.  Á fyrstu 9 mánuðum ársins hafa verið flutt út 102 þús. tonn af honum heilfrystum og flökum.  Útlflutningsverðmæti þess magns nemur alls um 18,3 sem er 7% meira en á sama tíma í fyrra.  Allt árið 2013 skilaði 20,2 milljörðum. 


Rússar bera höfuð og herðar yfir aðrar þjóðir hvað varðar þessi viðskipti.  Þeirra hlutur er 35% af útflutningsverðmætinu eða um 6,5 milljarðar sem svarar til 31% í heildarmagni.  Það vekur athygli að til Hollands hefur 28% af heildarmagninu farið sem svarar til 26% verðmætanna.  Verðið þangað á magneiningu eru því fimmtungi lægra en til Rússlands.  
  

 

efnisyfirlit síðunnar

Hönnun og umsjón: GB hönnun ehf, Laugavegi 13, 101 Reykjavík, augl@smabatar.is

...