Skeljungur áfram lægstur - Landssamband smábátaeigenda

Skeljungur áfram lægstur
Mánaðarleg könnun LS á olíuverði er nú birt í annað sinn.  Eins og í síðustu könnun er Skeljungur með lægsta verðið - þar kostar olíulítrinn 161,90 m. vsk.


Lítrinn hjá OLÍS er 1,90 krónum hærri og N1 selur lítrann á 167 krónur sem er 3,15% hærra en hjá Skeljungi.


Eins og í síðustu könnun eru öll verðin án afsláttar.


Félagsmenn eru hvattir til að bera verðið sem hér er birt saman við þann afslátt sem þeir hafa. Vitað er að slík skoðun aðila við síðustu birtingu skilaði honum réttum afslætti, sem átti að vera 7 krónur en var aðeins 5 kr þegar tölur voru bornar saman.


Screen Shot 2014-11-24 at 18.40.21.png


 

efnisyfirlit síðunnar

Hönnun og umsjón: GB hönnun ehf, Laugavegi 13, 101 Reykjavík, augl@smabatar.is

...