Month: December 2014

  • Styrktarsjóður LS

    Þann 16. desember 2014 var stofnaður styrktarsjóður Landssambands smábátaeigenda.  Meginhlutverk styrktarsjóðsins er stuðningur við fráfall félagsmanns til maka eða nákominna. Stofnfé sjóðsins er um 5 milljónir sem kemur frá Samtökum grásleppuhrognaframleiðenda sem óráðstafað var við slit samtakannna. Í reglum styrktarsjóðsins segir m.a. að LS skuli hafa umsjón og utanumhald sjóðsins.  Stjórn sjóðsins skipa formaður, varaformaður…

  • Grásleppan vottuð

    Grásleppuveiðar við Ísland hafa nú verið vottaðar samkvæmt stöðlum MSC, sem byggðir eru á viðmiðunarreglum FAO um sjálfbærar veiðar. Í lokaferli umsóknarinnar voru gefnir 15 dagar til að gera efnislegar athugasemdir.  Skemmst er frá því að segja að engar athugasemdir bárust.  Margra mánaða umsóknarferli er þar með lokið og viðurkenning fengin. Umsóknaraðilum er hér með…

  • 11,1% lækkun á olíu

    Landssamband smábátaeigenda smábátaeigenda birtir nú í þriðja sinn lítraverð á litaðri olíu við bátadælu.  Eins og í nóvember er Skeljungur með lægsta verðið, auk þess að fyrirtækið er með mestu lækkun á tímabilinu.  Verð á lítranum hjá Skeljungi er 143,90 m. vsk sem er 11,1% lægra verð en í nóvember. Munurinn á hæsta og lægsta…

  • Gildi svarar gagnrýni LS

    Gildi lífeyrissjóður hefur birt á heimasíðu sinni útskýringar á óvæntri vaxtahækkun á lánum sjóðfélaga.   Í frétt sjóðsins er umtalsverð raunvaxtahækkun undanfarinna missera sögð ástæða hækkunarinnar.  Lækkun stýrivaxta Seðlabankans í tvígang hafi ekki dugað til svo halda mætti 3,1% vöxtum á verðtryggð lán til sjóðfélaga, m.t.t. að sjóðurinn fengi viðunandi ávöxtun.     Í frétt…

  • Makríll til fleiri landa

    Ánægjulegt er að sjá hversu mörg lönd hafa keypt makríl frá Íslandi á fyrstu 10 mánuðum þessa árs.  Alls hefur hann verið seldur til 36 landa á móti 28 á sama tímabili í fyrra.     Útflutningsverðmæti er komið í 20,7 milljarða, sem er 1,6 milljarði hærra en á tímabilinu janúar – október 2013.   Verðið…

  • Rafræn afladagbók – ný útgáfa

    Minnt er á nýja útgáfu af rafrænni afladagbók sem útgerðaraðilar þurfa að vera búnir að setja upp fyrir áramót.    Frá og með 1. janúar 2015 verður ekki hægt að nota eldri útgáfu. Rafræna afladagbókin er útgerðarmönnum að kostnaðarlausu en þeir þurfa sjálfir að sjá um uppsetningu. Sjá nánar un helstu breytingar og uppsetningu.

  • Gildi hækkar vexti á sjóðfélagalánum

    Gildi lífeyrissjóður hefur tilkynnt hækkun á vöxtum lána hjá sjóðfélögum.   Í bréfi sjóðsins er sagt að vextir á sjóðfélagalánum sem nú eru 3,10% verði á næsta gjalddaga 3,35%. Þeir sem haft hafa samband við Landssamband smábátaeigenda vegna þessa eru gjörsamlega orðlausir yfir háttalagi sjóðsins.  „Í stjórninni er örugglega lið sem ekkert fylgist með því…

  • Kvótasetning á makríl rædd

    Fyrir nokkru lagði Björn Valur Gíslason alþingismaður fram fyrirspurn á Alþingi um kvótasetningu á makríl.   Henni var beint til Sigurðar Inga Jóhannssonar sjávarútvegsráðherra.   Ráðherra var m.a. spurður um hvort hann hefði í hyggju að kvótasetja veiðiheimildir í makríl á skip (fastan kvóta). Í svari ráðherra kemur fram að í lögum um fiskveiðar utan…

  • Aukning á þorsk- og ýsukvóta í Norðursjó

    Evrópusambandið og Noregur hafa gengið frá samkomulagi skiptingu veiðiheimilda í Norðursjó.  Meðal þess sem vekur athygli er að heildarafli er aukinn í þorski og ýsu.  Þorskurinn fer upp um 5% og ýsan um 7%. Samkvæmt frétt í Worldfishing felur samkomulagið í sér að heimilt verður að veiða 40.711 tonn af ýsu og 29.189 tonn af…

  • Heildarafli stendur í stað

    Að loknum fyrsta fjórðungi fiskveiðiársins er heildarafli svo gott sem óbreyttur frá sama tímabili í fyrra.  Heildaraflinn nú nemur 284.632 tonnum sem er 1.300 tonnum minna en í fyrra, munurinn ½ %. Krókaaflamarksbátar hafa nýtt 44,8% (58,1%) af úthlutuðum kvóta í ýsu og 25,5% (27,1%) í þorski.   Samsvarandi í aflamarkskerfinu er 25% í ýsu…