Grásleppan vottuð - Landssamband smábátaeigenda

Grásleppan vottuð
Grásleppuveiðar við Ísland hafa nú verið vottaðar samkvæmt stöðlum MSC, sem byggðir eru á viðmiðunarreglum FAO um sjálfbærar veiðar.


Í lokaferli umsóknarinnar voru gefnir 15 dagar til að gera efnislegar athugasemdir.  Skemmst er frá því að segja að engar athugasemdir bárust.  Margra mánaða umsóknarferli er þar með lokið og viðurkenning fengin.


Umsóknaraðilum er hér með óskað til hamingju.


 

efnisyfirlit síðunnar

Hönnun og umsjón: GB hönnun ehf, Laugavegi 13, 101 Reykjavík, augl@smabatar.is

...