Kvótasetning á makríl rædd - Landssamband smábátaeigenda

Kvótasetning á makríl rædd
Fyrir nokkru lagði Björn Valur Gíslason alþingismaður fram fyrirspurn á Alþingi um kvótasetningu á makríl.   Henni var beint til Sigurðar Inga Jóhannssonar sjávarútvegsráðherra.  


Ráðherra var m.a. spurður um hvort hann hefði í hyggju að kvótasetja veiðiheimildir í makríl á skip (fastan kvóta).

Í svari ráðherra kemur fram að í lögum um fiskveiðar utan lögsögu Íslands sé mælt fyrir um valdheimild til hlutdeildarsetningar á deilistofnum, eins og makríl.  Á árinu 2010 hafi veiðiheimildum í makríl verið úthlutað á einstök skip og veiðum í framhaldi verið stjórnað með setningu reglugerða um stjórn makrílveiða til eins árs í senn.

Mkríll aflameðferð.jpg


Ráðherra greindi frá því að umboðsmaður Alþingis teldi þessa stjórnun jafngilda því að tekin hefði verið „ákvörðun um að takmarka heildarafla í stofninn“, „en við það bæri ráðherra að mæla fyrir um setningu aflahlutdeilda í stofninn“.   (Sjá mál nr. 7021/2012 og 7400/2013)


„Vegna þeirra sérstöku aðstæðna sem uppi eru um stjórn makrílveiða hefur verið til athugunar í ráðuneytinu að lagt verði fram sérstakt lagafrumvarp um hlutdeildarsetningu markílstofnsins, sem þó mundi byggja á meginreglu laga nr. 151/1996, um fiskveiðar utan lögsögu Íslands“, voru lokaorð ráðherra við 1. lið fyrirspurnarinnar.

 

efnisyfirlit síðunnar

Hönnun og umsjón: GB hönnun ehf, Laugavegi 13, 101 Reykjavík, augl@smabatar.is

...