Þorskur upp, ýsa niður - Landssamband smábátaeigenda

Þorskur upp, ýsa niður
Skammt er á milli breytinga á reglugerð um veiðar í atvinnuskyni.  Fyrr í dag birtust þau tíðindi að heimilað hefur verður að skipta á þorski úr krókaaflamarki fyrir ýsu í aflamarkskerfinu.

Þorskurinn slæst með breytingunni í félag með ufsanum um tegundir sem heimilt verður að flytja aflamark frá bátum í krókaaflamarkskerfi til skipa sem hafa veiðileyfi með aflamarki.  Flutningur er háður því að um jöfn skipti í þorskígildum sé að ræða.

Ígildastuðull fyrir ýsu er 1,30 og ufsa 0,81.


Þess má geta að sjávarútvegsráðuneytið beindi fyrirspurn til LS um framangreint málefni þegar aðalfundur stóð yfir.  Eftir stutta umræðu var óskað eftir afstöðu fundarins.  Algjör einhugur var um að hafna hugmynd ráðuneytisins.  

Afstaða Landssamband smábátaeigenda var því skýr hvað þetta málefni varðar.1 Athugasemdir

Hverjir eru það sem stjórna sjávarútvegsráðherranum? Fyrir hverju erum við í Landsambandi Smábátaeigenda að berjast,ef ekkert er hlustað á okkur.Í hvaða farveg eru þessi sjávarútvegsmál að fara.Sögur eru sagðar (kannski gróusögur) að til standi að línuívilnun verði tekin af og reynslan kvótasett.Hvernig skyldi ráðherrann taka á strandveiðikerfinu,getur hann kannski reynt að hugsa sjálfstætt,það hlýtur að vera þreytandi til lengdar að vera strengjabrúða.Verði kerfin sameinuð þá óttast ég að verkefnalausir smábátar hrannist upp.Verði nýtingarréttur 20 ár þá er eðlileg krafa að strandveiðikerfið fái sama tíma,undir þeim formerkjum sem Landsamband Smábátaeigenda hefur farið fram á .Nú er annar fóturinn kominn inn fyrir dyrnar varðandi sameiníngu kerfanna,með þessu nýjasta útspili ráðherrans.

 

efnisyfirlit síðunnar

Hönnun og umsjón: GB hönnun ehf, Laugavegi 13, 101 Reykjavík, augl@smabatar.is

...