Nýting fiskistofna með vistkerfisnálgun - Landssamband smábátaeigenda

Nýting fiskistofna með vistkerfisnálgun

Jens Christian Holst fiskifræðingur frá Noregi er framarlega í þeim hópi vísindamanna sem telur að nýting fiskistofna eigi að ráðast út frá framleiðslugetu viðkomandi vistkerfis.  Jens Christian heldur því fram að makrílstofninn hafi verið stórlega vanmetinn og veiða hefði átt 5 milljónir tonna í fyrra á stað þeirra rúmlega milljón tonna sem veidd voru.  Vistkerfinu í N-Atlantshafi sé veruleg hætta búinn með því að veiða ekki mun meira en ICES (Alþjóðlega hafrannsóknaráðið) hefur mælt með.

„…margir, þar á meðal ég, hafa áhyggjur vegna hins gríðarlega magns makríls sem gengur nú um allt hafsvæðið hér norðurfrá…“

Screen Shot 2015-01-06 at 15.38.02.jpg

Jens Christian er þeirrar skoðunar að frumframleiðslugeta N-Atlantshafsins sé þess ekki megnug að bera svo stóra uppsjávarstofna og bendir sérstaklega á makrílinn.  Þar hafi átt sér stað nýliðunarsprengja sem ríkjandi fiskveiðistjórnun - byggð á einstofna módeli sem metur hvern stofn fyrir sig óháð því umhverfi sem hann lifir í - á ekki við.  Þar verði stjórnun veiðanna að taka tillit til framleiðslugetu vistkerfisins og hversu mikla frumframleiðslugetu þurfi til að sjá fyrir ofurstórum stofnum.  Einstofna módel tekur ekki tillit til þess.

Með stjórn veiðanna með vistkerfisnálgun yrðu allir stofnarnir meðhöndlaðir sem heild í beinu samhengi við framleiðslugetu vistkerfisins.

Því miður hafa módelsmiðir yfirtekið megnið af þessum vísindum og þannig komist hjá því að taka tillit til vistkerfisins. 

 „…Versta dæmið þessu til sönnunar er notkun fasta varðandi náttúrulegan dánarstuðul í einu aðal módelinu sem notað er í fiskveiðistjórnun í dag, VPA greiningu.“Þekking sjómanna verður að öðlast 
miklu meira vægi en hún hefur í dag.

Jens Christian er ekki í vafa um að þekking sjómanna og gögn frá þeim verða að fá stærra og markvissara hlutverk við hafrannsóknir og fiskveiðistjórnun.  Í viðtalinu í BRIMFAXA bendir hann á dæmið með karfaskipstjórana:  

„Hefðir þú talað við þrjá sjálfstæða karfaskipstjóra að veiðum í Irminger hafinu fyrir tveimur árum og þeir sagt frá makríl á svæðinu væri það mjög góður grunnur til að setja fram nýja tilgátu,  T1:  Það er makríll í Irminger hafinu, sem skorar á hólm gömlu tilgátunu T0:  Það er ekki makríll í Irminger hafinu.  Nýja tilgátan gefur vísbendingar sem hefðu áhrif á skipulagningu hins alþjóðlega markríl-ralls, ef hún er tekin gild.  Í sumar gerðist það að íslenska rannsóknarskipið sem var við makrílrannsóknir í Irminger hafinu fann makríl alla leið að suðurodda Grænlands.  Þannig staðfestu magntengdar rannsóknir T1 tilgátuna sem var byggð á eigindlegri* aðferð og T0 tilgátunni var hafnað.“

*(Orðskýring:  eigindleg rannsókn:  
         Rannsókn sem byggir á einstaklingsviðtölum).


Hér hafa aðeins verið teknir örfáir punktar úr viðtalinu við Jens Christian Holst sem birtist í jólablaði BRIMFAXA - félagsblaði Landssambands smábátaeigenda.


Þetta athyglisverða og stórfróðlega viðtal má lesa í heild með því að blikka:  
 
 

efnisyfirlit síðunnar

Hönnun og umsjón: GB hönnun ehf, Laugavegi 13, 101 Reykjavík, augl@smabatar.is

...