Þorskafli eykst 4 ár í röð - Landssamband smábátaeigenda

Þorskafli eykst 4 ár í röð
Þorskafli undanfarin 3 ár er vel yfir meðaltali sl. 15 ára.  Á síðasta ári var þorskafli íslenskra skipa sá mesti frá aldamótum 239 þús. tonn.  Lægstur var hann 2010 aðeins 151.500 tonn.  Meðaltal tímabilsins 2000 - 2014 var 199.500 tonn.

Screen Shot 2015-01-12 at 12.56.12.png

Graf fyrir ýsuna er nokkuð örðuvísi en hjá þorskinum.  Þar er aflinn minnstur í upphafi og lok tímabilsins - rúmlega 30 þús. tonn.  Um miðbik tímabilsins er ýsuaflinn hins vegar yfir meðaltali 6 ár í röð.  Mestur var hann 2007 rúm 109 þús. tonn en minnstur árið 2000 rúm 33 þús. tonn.  Ýsuafli íslenskra skipa var að meðaltali rúm 66 þús. tonn frá aldamótum til síðast liðins árs.

Screen Shot 2015-01-12 at 12.56.28.png

Að lokum skoðaði LS þróun botnfiskaflans sl. 15 ár.  Þar var meðaltalið rúm 465 þús. tonn.  Árið 2006 skilaði mestum afla alls tæpum 516 þús. tonnum.  Minnstur var botnfiskafli íslenskra skipa 2001 um 420 þús. tonn.  Á aðeins einu af undanförnum 5 árum var aflinn yfir meðaltali tímabilsins 2000 til 2014. 

Screen Shot 2015-01-12 at 12.55.35.png 

efnisyfirlit síðunnar

Hönnun og umsjón: GB hönnun ehf, Laugavegi 13, 101 Reykjavík, augl@smabatar.is

...