Engin hækkun hjá OLÍS - Landssamband smábátaeigenda

Engin hækkun hjá OLÍS
Landssamband smábátaeigenda birtir nú í fimmta sinn lítraverð á litaðri olíu við bátadælu.  OLÍS er eins og í janúar með lægsta verðið.  Verðlækkunin sem varð í janúar heldur og er lítraverð því óbreytt kr. 133,10 m. vsk.


Bæði N1 og Skeljungur hafa hins vegar hækkað verð, N1 um 2,8% og Skeljungur um 5,9%.


Munur á hæsta og lægsta verði er 9 krónur sem svarar til 6,8% sem verð er hærra hjá N1 en OLÍS.  Það er mesti munur frá því LS hóf að birta olíuverð 23. október sl.


Eins og í fyrri könnunum eru öll verð án afsláttar.
   
Félagsmenn eru hvattir til að bera verðið sem hér er birt saman við þann afslátt sem þeir fá.


Verð á lítra 24. febrúar 2015.

OLÍS 133,10 kr / lítri
Skeljungur 141,10 kr / lítri
N1         142,10 kr / lítri


Screen Shot 2015-02-25 at 13.46.14.png
 

efnisyfirlit síðunnar

Hönnun og umsjón: GB hönnun ehf, Laugavegi 13, 101 Reykjavík, augl@smabatar.is

...