Merki Landssambandsins - Landssamband smábátaeigenda

Merki Landssambandsins
Kæru félagar.  Þið sem skoðuðuð Blossa ÍS og Óla á Stað GK sem voru til sýnis á Sjávarútvegssýningunni tókuð eflaust eftir að merkið okkar var á síðunni á báðum bátunum. Þetta vakti mikla athygli og eftir þó nokkuð margar fyrirspurnir fór LS á stúfana og fékk tilboð í sams konar merki. 

Blossi ÍS - Version 2.jpg

Búið er að semja við prentsmiðju og verðið fyrir tvö merki (á bæði borð) þegar LS hefur tekið þátt í kostnaði er einungis 2.000 kr.  Auðvelt er að líma þetta á en einnig ættu flestir málarar að hafa þekkingu til að smella þessu á bátana ykkar. Merkið er 95cm á lengd og 17cm á hæðina.

Screen Shot 2015-02-04 at 09.51.52.png

Það væri ánægjulegt að sjá sem flesta félagsmenn skella merkinu okkar á bátana og þó þetta sé til gamans gert er þetta merki um samstöðu okkar og styrk félagsins.  Ekki spillir fyrir að taka svo mynd af meistaraverkinu og senda okkur. 


Screen Shot 2015-02-04 at 09.51.25.png
Óli á Stað.jpg
 

efnisyfirlit síðunnar

Hönnun og umsjón: GB hönnun ehf, Laugavegi 13, 101 Reykjavík, augl@smabatar.is

...