Verðhækkun á þorski - Landssamband smábátaeigenda

Verðhækkun á þorski
Meðalverð á slægðum þorski sem seldur var á fiskmörkuðum í nýliðnum janúar var 23,7% hærra en í sama mánuði í fyrra.  Óslægður þorskur hækkaði einnig eða um 17,5%.  
Þá hækkaði slægð ýsa um 7,6% á sama tíma en verð á óslægðri stóð í stað.


Nokkur samdráttur var í magni sem ekki þarf að koma á óvart þegar horft er til veðurs, 22% minna var selt af ýsu og þorski var samdrátturinn tæp 13%.


Meðalverð á kíló af slægðum þorski í janúar var 377 krónur sem var 10 kr hærra en slægð ýsa seldist á.  Aftur á móti var meðalverð á óslægðum þorski og ýsu það sama 334 krónur .Aukið framboð af undirmálsýsu

Áhugavert er að sjá að þrátt fyrir kvótaniðurskurð í ýsu og endalausar mælingar Hafrannsóknastofnunara á lélegri nýliðun í henni að þá skuli framboð á undirmáli aukast á fiskmörkuðum.  40% meira var selt af undirmálsýsu nú í janúar, en 2014. 

 

efnisyfirlit síðunnar

Hönnun og umsjón: GB hönnun ehf, Laugavegi 13, 101 Reykjavík, augl@smabatar.is

...