Glimrandi gott hjá Gildi - Landssamband smábátaeigenda

Glimrandi gott hjá Gildi

Hrein raunávöxtun hjá Gildi lífeyrissjóði á árinu 2014 var 8,8%.  Það verður að teljast með miklum ágætum, en sambærileg tala 2013 var 5,3%.  Ávöxtunin er sú þriðja besta á sl. 10 árum.  Aðeins árin 2005 - 17,8% og 2006 - 9,6%, skiluðu betri ávöxtun.  

gildi-logo.jpg

Samkvæmt tryggingafræðilegri úttekt er heildarstaða sjóðsins neikvæð um 0,9% sem er mikil breyting frá sl. ári þegar 3,5% vantaði upp á eignir sjóðsins svo hann ætti fyrir heildarskuldbindingum.   Þróunin hefur verið upp á við frá árinu 2008 þegar staðan var neikvæð um 13%. Ársfundur Gildis-lífeyrissjóðs verður haldinn miðvikudaginn 15. apríl n.k. kl 17:00 á Grand Hótel Reykjavík.
 

efnisyfirlit síðunnar

Hönnun og umsjón: GB hönnun ehf, Laugavegi 13, 101 Reykjavík, augl@smabatar.is

...