Hvetur grásleppukarla til samstöðu - Landssamband smábátaeigenda

Hvetur grásleppukarla til samstöðu

Aðeins tveir dagar eru í að grásleppuvertíðin hefjist.  Á vorjafndægri, nk föstudag 20. mars kl 08:00 er heimilt að leggja netin og hefja veiðar.  Óvíst er hversu marga daga hvert veiðileyfi gildir, en bráðabirgðaákvörðun gerir ráð fyrir 20 dögum.  Á síðustu vertíð voru veiðidagar 32.


Grásleppunefnd LS hefur fundað þétt að undanförnu.  Á fundunum hefur mest verið rætt um verð og horfur á komandi vertíð.  Fyrr í dag komst nefndin að þeirri niðurstöðu að leggja til lágmarksverð fyrir óskorna grásleppu.  Þó verðhækkun sé töluverð frá því í fyrra, er nefndin þeirra skoðunar að verðið muni auka jafnvægi og viðhalda þeirri stöðu sem grásleppukavíar hefur á mörkuðum.


Með verðákvörðuninni er verið að svara kalli grásleppukarla sem telja sig hafa verið í lausu lofti hvað verð áhrærir undanfarnar tvær vertíðir.  


Grásleppa.png
1 Athugasemdir

Sælir félagar

Þetta finnst mér ótrúlega sorglegt.
Hrognatunnan var seld í sept á 105 til 110 þús kr
það eru sirka 500 kg af óslægðri grásleppu í tunnuna,það sinnum 252 kr eru 126 þús fyrir
tunnuna með búk
líkin eru sirka 340 kg af þessu og eru 24 þús
virði miða við 70 kr
sem sagt að grásleppunefnd leggur til í þessum aðstæðum að lækka verð til sjómanna frá því í sept
hvað er í gangi,,,,
það er komin tími til að menn reikni hvað þeir vilji fá fyrir hrognin og undanskilji þennan
helv búk
nú er góður möguleiki að selja HROGNATUNNUNA á 130 til 140 þús
Til að fá 140 þús fyrir hrognin okkar og 70kr fyrir kílóið af búk þarf kg af óslægðu að vera
328 kr
Hættum að gefa hrognin okkar

 

efnisyfirlit síðunnar

Hönnun og umsjón: GB hönnun ehf, Laugavegi 13, 101 Reykjavík, augl@smabatar.is

...