Kjarasamningur LS stenst áhlaup - Landssamband smábátaeigenda

Kjarasamningur LS stenst áhlaup
Hæstiréttur hefur staðfest dóma Héraðsdómstóls Austurlands og Reykjaness um að óheimilt sé að reikna út aflahlut sjómanns með hliðsjón af tveimur ólíkum kjarasamningum.  Málið snerist um að útgerðarmenn tveggja báta ákváðu að reikna skiptahlut áhafnar þannig að fyrst var dregið frá 30% eins og segir í kjarasamningi LÍÚ og sjómannasamtakana, síðan skipt úr 70% samkvæmt kjarasamningi LS.


Sjómenn gerðu athugasemdir við uppgjörið og töldu að með þessu væru þeir að taka þátt í olíukostnaði tvisvar sinnum.  Útgerðaraðilar töldu hins vegar að samkvæmt lögum væri þeim skylt að draga fyrst olíuþátttökuna frá og skipta svo.  Þeir töldu þá aðferð sem farin hefði við gerð kjarasamnings Landssamband smábátaeigenda og sjómannastamtakanna, að skipta úr heildarverðmæti aflans eftir að hafa reiknað olíukostnaðinn inn í hlutinn, bryti í bága við lög.Í dómi Hæstaréttar segir eftirfarandi: 

„Í samningarétti gildir grundvallarreglan um samningsfrelsi en í henni felst að aðilar ráða efni samnings sín á milli.  Þessi regla gildir meðal annars á vinnumarkaði.  Á þeim vettvangi er samningsfrelsið jafnframt varið af 2. mgr. 75. gr. stjórnarskrárinnar á þann veg að löggjafanum ber með lögum að kveða á um rétt manna til að semja um starfskjör sín og önnur réttindi tengd vinnu.  Að þessu gættu verður að koma ótvírætt  fram í lögum ef ákvæði þeirra eiga að vera ófrávíkjanleg við gerð kjarasamninga.  Með þessari athugasemd en að öðru leyti með skírskotun til forsenda heins áfrýjaða dóms verður hann staðfestur.“ 


Sjá dóma Hæstaréttar:


 

efnisyfirlit síðunnar

Hönnun og umsjón: GB hönnun ehf, Laugavegi 13, 101 Reykjavík, augl@smabatar.is

...