LS á Food and Fun - Landssamband smábátaeigenda

LS á Food and Fun

Food and Fun matarhátíðinni miklu lauk í gær.  Hápunktur hennar var úrslitakeppni matreiðslumeistara í Hörpunni.  Á sama tíma buðu einyrkjar í matvælaframleiðslu uppá smakk og sölu á sama stað.  Fyrir utan Hörpuna kom LS til þátttöku þar sem félagsmenn sigldu bátum sínum að flotbryggjunni.  Landmegin við Hörpuna höfðu bændur forgöngu um að stilla upp landbúnaðartækjum.


Þúsundir landsmanna lögðu leið sína í Hörpuna og var ekki betur séð en framtak þeirra Þorvaldar á Ásþóri RE og Heimis og Búa á Sval BA hafi verið veltekið.  Myndirnar eru teknar af því tilefni.


Ásþór 1.jpg

Svalur 1.jpg

Ásþór og Svalur.jpg 

efnisyfirlit síðunnar

Hönnun og umsjón: GB hönnun ehf, Laugavegi 13, 101 Reykjavík, augl@smabatar.is

...