Makríllinn skilaði 22,4 milljörðum - Landssamband smábátaeigenda

Makríllinn skilaði 22,4 milljörðum
Heildarútflutningsverðmæti makríls á síðasta ári nam alls 22,4 milljörðum.  Það er rúmum 2,2 milljörðum meira en á árinu 2013.   Heildarmagn bakvið verðmætin voru tæp 124 þús. tonn sem er 17% aukning milli ára.  Meðalverð 2014 var hins vegar 5% lægra en á árinu 2013.Mikilvægi Rússlandsmarkaðar

Rússland er eins og fyrr okkar helsta viðskiptaland.  Þangað fór 30,5% heildarmagnsins sem svaraði til 35% alls útflutningsverðmæta makrílsins.  Mikilvægi Rússlandsmarkaðar sýnir sig best með að skoða þær tvær þjóðir sem næstar eru í magni og verðmætum, Holland og Nígería.  Þangað fóru alls 46 þús. tonn, eða rúmum 8 þús. tonnum meira en til Rússlands.  Verðmæti þess magns var hins vegar 554 milljónum lægra en það sem Rússar greiddu.  

Makríll Emilía.jpgUnnið upp úr tölum frá Hagstofunni


 

efnisyfirlit síðunnar

Hönnun og umsjón: GB hönnun ehf, Laugavegi 13, 101 Reykjavík, augl@smabatar.is

...