N1 með lægsta verðið - Landssamband smábátaeigenda

N1 með lægsta verðið

Mánaðarleg verðathugun Landssambands smábátaeigenda á litaðri olíu við bátadælu er nú birt í sjötta sinn.  N1 er með lægsta verðið 143,90 kr / lítri.

  
N1 hækkaði verð aðeins um 1,80 kr frá síðustu athugun.  Hækkun hjá OLÍS, sem var með lægsta verð í febrúar, var 11,80 kr og hjá Skeljungi hækkaði lítrinn um 3,80 krónur.


Munur á hæsta og lægsta verði er aðeins 1 króna sem er sá minnsti sem mælst hefur í þau sex skipti sem verðathugun LS hefur staðið yfir.  Aðeins  0,69% munar því á hæsta og lægsta verði, sem verður að teljast ansi rýrt á markaði þar sem hörð samkeppni ríkir.


Eins og í fyrri könnunum eru öll verð án afsláttar.


LS mun halda áfram verðathugun og hvetur félagsmenn að vera vel á verði varðandi afslætti sem fyrirtækin bjóða frá því verði sem hér er birt.Verð á lítra 24. mars 2015

N1         143,90 kr / lítri
Skeljungur 144,90 kr / lítri
OLÍS 144,90 kr / lítri


Screen Shot 2015-03-24 at 13.09.15.png  

efnisyfirlit síðunnar

Hönnun og umsjón: GB hönnun ehf, Laugavegi 13, 101 Reykjavík, augl@smabatar.is

...