Ráðuneytið gefur út 32 veiðidaga - Landssamband smábátaeigenda

Ráðuneytið gefur út 32 veiðidaga
Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra hefur undirritað breytingu á reglugerð um hrognkelsaveiðar.   Þar er veiðidögum fjölgað úr 20 í 32.

Á fundi grásleppunefndar LS sem haldinn var í gær 30. mars var ákveðið að mæla með 36 veiðidögum á yfirstandandi grásleppuvertíð.


Samkvæmt upplýsingum úr Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðuneytinu er um bráðabirgðaákvörðun að ræða sem kemur til endurskoðunar um miðjan næsta mánuð ef þörf verður á.Sjá nánar reglugerð


Grásleppa til fyrirmyndar.jpg
11 Athugasemdir

Sælir félagar:

Nú er búið að gefa út 32 daga, er ekki allt í lagi? Stofnvísitala grásleppu hefur hækkað um 111% á tveimur árum úr 4,28 2013 í 9,05 2015.
Svo eru gefnir út jafnmargir dagar og tvö síðustu ár,vegna þess að veiðin byrjar svo vel,fengu menn drullu og reikmuðu að hver bátur myndi veiða 2tonn á dag og það færu nú ekki færri en 300 bátar á grásleppu þetta árið,vegna þess að verðið væri svo hátt (verð 2014 185.kr byrjunarverð 2015 200.kr)Finnst mönnum þetta allt í lagi? Mér finnst þetta ekki í lagi.....


Sæll Þröstur.

Takk fyrir athugasemdina.

Grásleppunefndin lagði til 36 daga og gerði þá ráð fyrir að veiði pr. úthaldsdag yrði 1,1 tunna af söltuðum hrognum eða 600 kg. af heilli grásleppu sem er sama meðalveiði pr. dag og í fyrra.

Ef við setjum þetta dæmi upp og gerum ráð fyrir að fjöldi báta verði 290 X 36 X 0.6 tonn, þá gera það 6264 tonn af heilli grásleppu eða svipað magn og Hafró gaf út en það var 6200 tonn.

Ef við tökum þitt dæmi þar sem þú talar um 2 tonn á dag 300 báta og 32 daga, 300 X 32 X 2 tonn, þá er útkoman þar 19200 tonn þannig að ég átta mig ekki alveg á þínum útreikningum.

Ráðuneytið setti fram þau rök að við gætum varla reiknað með sömu meðalveiði og í fyrra þar sem mæling á grásleppu væri um 30% meiri nú en í fyrra og því fóru þeir niður í 32 daga.

Hver væri þín tillaga með fjölda veiðidaga ?

Varðandi verðið þá er ég algerlega sammála þér að það er of lágt enda lögðum við til að það yrði að lágmarki 252 kr.kg. fyrir heila grásleppu sem gerir um 850 Evrur fyrir saltaða tunnu.

Held að það yrði mjög sanngjarnt verð fyrir alla aðila þessa vertíðina.

Sæll Halldór.

Það er hneyksli að okkar samtök skuli leggja til 36 veiðidaga, 4 veiðidögum!!! fleiri en voru á síðustu vertíð, og ástandið á stofninum eins og það er s.k.v. Hafró.

Minni líka á tillögu L.S. um fjölda veiðidaga á síðustu vertíð!

Greinilegt er að L.S. er í þessum efnum málpípa
þeirra sem gera út 2, 3, og jafnvel fleiri báta á grásleppu. Það eru þessir aðilar sem stuðla mest að offramboði á grásleppuhrognum. Held að það væri verðugra verkefni fyrir ykkur stjórnendur L.S. að reyna að koma böndum á þessa aðila, heldur en að stunda einhverjar reikningskúnstir út frá ímynduðum forsendum.

Ég spyr eiga þeir sem gera út 1 bát á grásleppu eitthvað erindi í þessum samtökum, efa að svo sé.

Hvet sem flesta til að segja álit sitt á tillögum L.S. og ráðuneytisins.

Sælir Halldór og Guðjón.

Svo ég byrji að svara þér Halldór þá komu þessar tölur sem ég setti inn upp í umræðu milli mín og embættismanns að sunnan.Svo er það annað mál hvaða niðurstöðu maður vill fá út þá reiknar maður bara þannig t.d voru 225 bátar á grásleppu í fyrra þannig að það lítur þá svona út 225x46x0.6 tonn,það gerir 6210 tonn af heilli grásleppu.46 daga takk fyrir. Varðandi lámarksverð 252 kr kíló þá fáum við bara það verð sem kaupandi vill borga, sem er 200 kr í dag (vonandi hækkar það).
Guðjón ég er sammála að þetta er hneyksli,og þetta kemur mjög misjafnt niður á mönnum eftir því á hvaða svæði menn eru eins og við í Breiðafyrði getum ekki bæði farið á grásleppu og strandveiðar. Enn mesta vitleysan í þessu er aðferðarfræði HAFRÓ að stofnmæla grásleppu í togararalli en ekki á veiðislóð eins og gert er með aðrar tegundir.Kanski er það þess vegna sem það er svona mikil veiði í byrjun vertíðar? Vegna þess að HAFRÓ er að mæla á vitlausum stöðum.Ég legg til að við fáum HAFRÓ til að mæla upp á nýtt,þá geta þeir kanski komið með réttar tölur.

Sælir Halldór og Guðjón.

Svo ég byrji að svara þér Halldór þá komu þessar tölur sem ég setti inn upp í umræðu milli mín og embættismanns að sunnan.Svo er það annað mál hvaða niðurstöðu maður vill fá út þá reiknar maður bara þannig t.d voru 225 bátar á grásleppu í fyrra þannig að það lítur þá svona út 225x46x0.6 tonn,það gerir 6210 tonn af heilli grásleppu.46 daga takk fyrir. Varðandi lámarksverð 252 kr kíló þá fáum við bara það verð sem kaupandi vill borga, sem er 200 kr í dag (vonandi hækkar það).
Guðjón ég er sammála að þetta er hneyksli,og þetta kemur mjög misjafnt niður á mönnum eftir því á hvaða svæði menn eru eins og við í Breiðafyrði getum ekki bæði farið á grásleppu og strandveiðar. Enn mesta vitleysan í þessu er aðferðarfræði HAFRÓ að stofnmæla grásleppu í togararalli en ekki á veiðislóð eins og gert er með aðrar tegundir.Kanski er það þess vegna sem það er svona mikil veiði í byrjun vertíðar? Vegna þess að HAFRÓ er að mæla á vitlausum stöðum.Ég legg til að við fáum HAFRÓ til að mæla upp á nýtt,þá geta þeir kanski komið með réttar tölur.

Sælir félagar.

Þið eruð báðir á því að dagarnir séu of fáir og Þröstur vill að þeir verði 46. Á þá að banna þeim sem ekki fóru að veiða grásleppu í fyrra að fara að veiða núna. Þar voru kanski menn sem ekki hafa stundað grásleppuveiðar síðustu tvær vertíðar vegna markaðsaðstæðna sem eru þó aðeins að koma til baka um þessar mundir.

Þið verðið einng að gera ykkur grein fyrir því að það eru til 454 virk grásleppuleyfi þannig að erfitt er að áætla hve margir fara á veiðar.

Ef gefnir verða út 46 dagar og veiðin verður áfram eins góð og undanfarið hvað ætla menn að gera þegar búið verður að veiða áætlaðan heildarafla. Á þá að banna þeim sem eiga eftir leysa út sín leyfi að fara á veiðar, sem er þá mest þitt svæði Þröstur innra Breiðarfjarðarsvæðið. Eða ætla menn bara að veiða og safna birgðum.

Fyrir nokkrum árum fóru forsvarsmenn LS til Grænlands til þess að reyna að ná samkomulagi um heildarveiði til að ekki yrði offramboð á hrognum. Þar var talað um að hvort land myndi vera nálægt 8000 tunnum. Grásleppa er líka veidd í Noregi, Danmörku og Ný-Fundnalandi og er samanlögð heimsveiði á bilinu 22 - 28 þúsund tunnur.

6200 tonnin sem Hafró gefur út fyrir þessa vertíð er um 11300 saltaðar tunnur þið vitið það báðir jafnvel og ég við getum ekkert leyft okkur að veiða eins og okkur dettur í hug.

Guðjón varðandi þá sem eiga tvo báta vilt þú banna þeim að nýta annan bátinn og öðrum sem fara á veiðar að leigja til sín annan bát. Leyfin verða áfram til og mörg af þeim verða áfram nýtt sama hvaða reglur verða settar.

Auðvitað átt þú erindi í þessum félagasamtökum þar sem gætt er að heildarhagsmunum hvers útgerðarmynsturs og aðilar standi sem jafnastir í fjöldanum. Og ég tala nú ekki um þann sparnað á ári í formi afsláttar sem LS hefur náð fram fyrir félagsmenn hafi menn á annað borð leitað eftir því að nýta hann.

Sæll: Herra formaður.

Þetta er ekki rétt hjá þér að ég vilji 46 daga ég setti dæmið svona upp ég hef oft sagt það að dagarnir eiga ekki að vera færri en 50.
Svo var það mjög gott hjá þér að minnast á þessa frægðarför LS manna til Grænlands þegar Örn Pálsson sagði grænlendingum að við ætluðum að draga úr veiðum,hvað gerðu þeir? Þeir juku veiðar og tóku okkar markað og þeir eru enn að hlæja að LS mönnum.
Varðandi hvort menn eigi erindi í þessi félagasamtök þá vil ég benda þér á að það hafa 10 aðilar haft samband við mig í gær og dag hvort við eigum að segja okkur úr þessum samtökum.Svo það eru fleir en ég og Guðjón sem draga ágæti LS í efa.
Svo ég hvet ykkur að hysja upp um ykkur buxurna áður enn það er of seint!

Sæll Þröstur.

Þetta er að verða ágætt hjá okkur.

Ég minntist á Grænlandsför LS manna og heimsveiðina til þess að reyna að opna augu þín og fleiri félaga fyrir þeirri staðreynd að við erum að veiða inná mjög takmarkaðan markað.

Grásleppunefnd LS er skipuð jafnmörgum mönnum og veiðisvæðin sem veitt er á og er fulltrúi frá hverju svæði og einnig sitjum ég og Örn fundina.

Þar hefur mönnum tekist að vinna sig að niðurstöðu sem talin er skynsamlegust með tilliti til allra aðstæðna og með veiðar til framtíðar í huga.

Þannig að okkar buxur eru alveg á réttum stað.

Mér finnst hinsvegar að sjóndeildarhringur þinn sé mjög takmarkaður.

Af hverju takið þið félagarnir ykkur ekki saman og farið og ræðið við Sigurð hjá Augustson og spyrjið hann hvað vilji borga ykkur fyrir þessa 50 daga veiði ykkar um allt land. Það væri nú ágætis framtak hjá ykkur.

Ef það er bara takmarkið hjá ykkur að veiða sem mest og fá lítið fyrir þá er þetta mjög flott leið til þess. Varla ætlið þið að fara að borða hrognin sjálfir.

Birti ykkur til upplýsingar ályktanir síðasta aðalfundar LS af því þið minntust á þær :

Aðalfundur LS leggur til að ákvörðun um veiðidaga verði í höndum LS og grásleppunefndar og taki mið af markaðsaðstæðum.

Aðalfundur LS mótmælir harðlega öllum tilburðum Hafrannsókna-stofnunar við stjórnun grásleppuveiða á grundvelli niðurstaðna úr togararalli. Mikilvægt er að stjórnvöld taki mið af tillögum grásleppu-veiðimanna um lengd veiðitíma sem bæði er byggð á mati þeirra um stærð stofnsins og markaðsaðstæðum.

Gleðilega páska.

Sæll Halldór

Ég vil bara að lokum benda þér á að þó að hvert svæði eigi sinn fultrúa eru hagsmunir svo misjafnir á flestum svæðum geta menn farið á strandveiðar í 4 mánuði eftir grásleppu,jafnvel fengið byggðakvót.En á okkar svæði B.er það ekki í boði og þú hlýtur að skilja það að gera báta út í 32 daga ár eftir ár er bara ekki hægt.Varðandi verð þá hefur það ekki alltaf farið eftir veiðum t.d 2010 og 2011.Þegar veiddist vel og verð voru há.Auðvita er takmarkið hjá öllum að veiða sem mest og ég er búin að selja alla grásleppu sem ég kem til með að veiða á ásættanlegu verði.Varðandi að sjóndeildarhringinn minn sé mjög takmarkaður vil ég benda þér á Örn Pálsson vildi ekki birta viðtal við mig úr skessuhorninu í fyrra vegna þess að ég var ekki sammála honum.Svo ég spyr hver er að horfa út um kýrauga.

Páska kveðja.

Sæll Halldór.


Þér til upplýsinga langar mig að rifja upp fyrir þig
hvað gerðist þegar L.S. fór að skipta sér af fjölda
veiðidaga á grásleppu,og fékk þeim fækkað. Nokkrir af þeim sem þá voru í grásleppunefnd ruku til og keyptu sér annan bát og leyfi til grásleppuveiða.
Þeir ætluðu sér ekki að veiða minna sjálfir, það voru bara einhverjir aðrir sem áttu að gera það.
Auðvita fylgdu svo margir í kjölfarið. Og þetta fikt L.S. í dagafjölda á sínum tíma leiddi bara af sér aukinn kostnað, fyrir þá sem hafa grásleppuveiðar að lifibrauði, en við vitum báðir að það er takmarkaður hópur manna. Sóknin minnkaði ekki en kostnaðurinn jókst. Þetta er gott dæmi um veiðistjórnun á villigötum. Þetta
2, 3 báta rugl er því alfarið þáverandi stjórnendum L.S. að kenna.

Já Halldór, 454 grásleppuleyfi segir þú, þð er einmitt mergur málsins.
Færri veiðidagar, því meira virkjast af leyfum sem liggja í dvala, með tilheyrandi kostnaði. Eina leiðin til að halda aftur af þessari þróun, á sínum tíma, hefði verið að fækka leyfum t.d. með uppkaupum, en á þær tillögur var ekki hlustað. Ef veiðidagar væru t.d. 50 þá væru sárafáir að gera út fleiri en 1 bát.

Nei Halldór mér kæmi aldrei til hugar að leggja til að mönnum væri bannað að gera út báta sína, en úr því að þú spyrð svona, ert þú með hugrenningar í þá átt?

Og sparnaðinn sem þú talar um að fylgi aðild að L.S. þá vil ég minna þig á að aðild að félaginu er ekki ókeypis.

Í lokin Halldór, það er ekki góð byrjun hjá þér á formannsstóli að vera með skæting í garð félagsmanna sem eru þér ósammála. (borða hrognin sjálfir).

Gleðilega páska.


Sæll Halldór.


Þér til upplýsinga langar mig að rifja upp fyrir þig
hvað gerðist þegar L.S. fór að skipta sér af fjölda
veiðidaga á grásleppu,og fékk þeim fækkað. Nokkrir af þeim sem þá voru í grásleppunefnd ruku til og keyptu sér annan bát og leyfi til grásleppuveiða.
Þeir ætluðu sér ekki að veiða minna sjálfir, það voru bara einhverjir aðrir sem áttu að gera það.
Auðvita fylgdu svo margir í kjölfarið. Og þetta fikt L.S. í dagafjölda á sínum tíma leiddi bara af sér aukinn kostnað, fyrir þá sem hafa grásleppuveiðar að lifibrauði, en við vitum báðir að það er takmarkaður hópur manna. Sóknin minnkaði ekki en kostnaðurinn jókst. Þetta er gott dæmi um veiðistjórnun á villigötum. Þetta
2, 3 báta rugl er því alfarið þáverandi stjórnendum L.S. að kenna.

Já Halldór, 454 grásleppuleyfi segir þú, þð er einmitt mergur málsins.
Færri veiðidagar, því meira virkjast af leyfum sem liggja í dvala, með tilheyrandi kostnaði. Eina leiðin til að halda aftur af þessari þróun, á sínum tíma, hefði verið að fækka leyfum t.d. með uppkaupum, en á þær tillögur var ekki hlustað. Ef veiðidagar væru t.d. 50 þá væru sárafáir að gera út fleiri en 1 bát.

Nei Halldór mér kæmi aldrei til hugar að leggja til að mönnum væri bannað að gera út báta sína, en úr því að þú spyrð svona, ert þú með hugrenningar í þá átt?

Og sparnaðinn sem þú talar um að fylgi aðild að L.S. þá vil ég minna þig á að aðild að félaginu er ekki ókeypis.

Í lokin Halldór, það er ekki góð byrjun hjá þér á formannsstóli að vera með skæting í garð félagsmanna sem eru þér ósammála. (borða hrognin sjálfir).

Gleðilega páska.

 

efnisyfirlit síðunnar

Hönnun og umsjón: GB hönnun ehf, Laugavegi 13, 101 Reykjavík, augl@smabatar.is

...