Skráning og vigtun - Landssamband smábátaeigenda

Skráning og vigtun
Endurskoðun reglna um skráningu og vigtun sjávarafla hafa staðið yfir í á annað ár.  Í janúar 2014 skilaði LS tillögum sínum.  Þá var búist við að ekki liðu nema nokkrar vikur þar til ný reglugerð yrði gefin út.  Með nýrri reglugerð var áformað að breyta reglum sem lúta að endurvigtun. 


Ein helsta ástæða fyrir endurskoðun reglnanna er að öll dómsmál sem Fiskistofa hefur höfðað gagnvart grunuðum um ranga vigtun hafa tapast.  Megin ástæða þess er krafa um sönnunarbyrði sem stofan á ekki möguleika á að uppfylla.  Mikil fjölgun hefur orðið á útgefnum leyfum til endurvigtunar og voru alls 15 ný leyfi gefin út á síðasta ári.

Í umsögn LS var m.a. lagt til að vigtun á afla dagróðrabáta skuli lokið á hafnarvog.


Stjórn LS fundaði um málefnið í gær.  Fram komu áhyggjur af seinagangi varðandi afgreiðslu þessa máls.  Mikil fjölgun enduravigtunarleyfa hefur veikt fiskmarkaði landsins.  Stjórn LS  telur að þeir þurfi áfram að vera öflugir og forsenda þess sé að breyting á vigtunarreglugerð verði afgreidd strax.  Málið þoli enga bið.  

Stjórn LS ítrekar umsögn félagsins dags. 23. janúar 2014 - um drög að nýrri reglugerð um vigtun, að vigtarnótu verði lokað á hafnarvog hjá dagróðrabátum.
 

efnisyfirlit síðunnar

Hönnun og umsjón: GB hönnun ehf, Laugavegi 13, 101 Reykjavík, augl@smabatar.is

...