Frumvarp um makrílveiðar - Landssamband smábátaeigenda

Frumvarp um makrílveiðar
Kynnt hefur verið frumvarp til laga um stjórn veiða á Norðaustur-Atlantshafsmakríl. Sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra mun leggja frumvarpið fram og er búist við að 1. umræða um það verði í næstu viku.  Að henni lokinni mun málinu verða vísað til atvinnuveganefndar Alþingis sem fær það til skoðunar.  


Í frumvarpinu er gert ráð fyrir að makrílveiðum verði alfarið stjórnað með kvótum og engin greinarmunur gerður á veiðistjórn minnstu báta til stærstu skipa.  Það er því ekki að sjá að Sigurður Ingi Jóhannsson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra ætli að stjórna makrílveiðum smábáta með öðrum hætti en stærri skipa eins og hann hafði látið hafa eftir sér. 


Verði frumvarpið óbreytt að lögum mun hlutur smábáta í leyfilegum heildarafla á makríl aðeins verða 5%.  Uppsjávarflotinn fær afganginn - 95%.   Tíðindin eru mikil vonbrigði fyrir trillukarla.  Þeir rétt byrjaðir að hasla sér völl í veiðunum og búnir að kosta miklu til.  Efni frumvarpsins er langt frá því að komið sé til móts við kröfu LS um frjálsar makrílveiðar færabáta þar sem  viðurkennd aflahlutdeild yrði 18%.  Það er því ljóst að mikil barátta er framundan hjá smábátaeigendum við að vinna kröfum sínum fylgis meðal alþingismanna. 
Á árinu 2014 stunduðu 121 smábátur færaveiðar á makríl og veiddu þeir alls 7.466 tonn.Helstu atriði frumvarpsins sem varða færabáta:


  • Gildistími aflahlutdeildar er sex ár, en framlengist sjálfkrafa um eitt ár í senn hafi engar breytingar verið gerðar fyrir 1. janúar ár hvert.

  • Aflahlutdeild báta sem stundað hafa færaveiðar á makríl skiptist á grundvelli aflareynslu þeirra á undanförnum 6 árum, 2009 - 2014.

  • Við útreikning á aflahlutdeild er byggt á samanlögðum afla hvers og eins, þó þannig að afli áranna 2009 - 2012 er margfaldaður með 1,43.

  • Framsal innan hópsins er heimilt - aflamark og aflahlutdeild.Makríll á Ströndum.jpg
Eiga undir hökk að sækja

 

 

efnisyfirlit síðunnar

Hönnun og umsjón: GB hönnun ehf, Laugavegi 13, 101 Reykjavík, augl@smabatar.is

...