Olíuverð - allir á pari - Landssamband smábátaeigenda

Olíuverð - allir á pari

Mánaðarleg verðathugun Landssambands smábátaeigenda á litaðri olíu við bátadælu er nú birt í sjöunda sinn.  Nú ber svo við að öll félögin sem könnunin nær til - N1, OLÍS og Skeljungur eru með sama verð á lítranum 144,90.


Verð er því óbreytt frá síðustu könnun 24. mars sl. hjá Skeljungi og OLÍS, en hækkar um krónu hjá N1.


Eins og í fyrri könnunum eru öll verð án afsláttar. 


LS mun halda áfram verðathugun og hvetur félagsmenn að vera á verði varðandi afslætti sem fyrirtækin bjóða frá því verði sem hér er birt.Verð á lítra 24. apríl 2015

Skeljungur 144,90 kr / lítri
OLÍS 144,90 kr / lítri
N1         144,90 kr / lítri


Screen Shot 2015-04-24 at 15.00.55.png 

efnisyfirlit síðunnar

Hönnun og umsjón: GB hönnun ehf, Laugavegi 13, 101 Reykjavík, augl@smabatar.is

...