Strandveiðipottur fari í 10.600 tonn - Landssamband smábátaeigenda

Strandveiðipottur fari í 10.600 tonn
Landssamband smábátaeigenda hefur ítrekað kröfu sína um auknar strandveiðar á komandi vertíð.  Krafa LS er að aflaviðmið verði hækkað um 2.000 tonn, fari í 10.600 tonn.  

Aðgerðin er afar mikilvæg fyrir þróun veiðanna, að þær sitji ekki eftir þegar fyrirsjáanleg aukning verður á þorskafla og endurskipulagning „pottana“.


Með aukningu yrði komið til móts við kröfur hinna dreifðu byggða um aukna atvinnu og umsvifa.  
Einnig yrði svarað kalli ferskfisksútflytjenda um aukið framboð yfir sumarið, þegar stærri bátar taka sér gjarnan frí.  Samanlagt taka þessir þættir til fiskvinnslu, sjómennsku og þjónustu sem skilar sér í auknum tekjum viðkomandi staða.


Gjarnan er spurt hvar á að taka aflann þegar aukning er annars vegar.  Því er einfalt að svara:  
Hann kæmi frá útilegubátum sem þegið hafa byggðakvóta, þorskeldi og skel- og rækjuuppbótum.


LS hefur lagt til að aukningunni verði deilt niður á svæði m.t.t. fjölda báta.  Hún yrði til þess að fjölga veiðidögum á svæðum A og B.

Á árinu 2014 var skipting veiðidaga og fjöldi báta þannig:
Svæði A: 29 dagar [Arnarstapi - Súðavík] 238 bátar
Svæði B: 45 dagar [Strandir - Grýtubakkahr.] 140 bátar
Svæði C; 55 dagar [Þingeyjarsveit - Djúpivogur] 147 bátar
Svæði D: 64 dagar [Suðurland - Faxaflói] 124 bátar


Nokkrar staðreyndir um strandveiðar

Screen Shot 2015-04-21 at 14.14.37.jpg

 

efnisyfirlit síðunnar

Hönnun og umsjón: GB hönnun ehf, Laugavegi 13, 101 Reykjavík, augl@smabatar.is

...