Misjafnt gengi á grásleppunni - Landssamband smábátaeigenda

Misjafnt gengi á grásleppunni

Grásleppuveiðar hófust 20. mars sl.  Heimilt er að veiða í 32 daga sem er óbreytt frá því í fyrra.  Þátttaka í veiðunum hefur aukist milli ára og eru útgefin leyfi nú farin að nálgast 250 sem er 27 leyfum fleira en á allri vertíðinni í fyrra.

Af þeim sem fengið hafa leyfi á vertíðinni hafa 126 lokið veiðum.  Flest leyfi hafa verið gefin út á svæði E  (frá Skagatá að Fonti) 116 bátar sem þar hafa stundað veiðar.


Vertíðin fór af stað með hvelli, mokveiði á Norður- og N-Austurlandi.  Á NV-landi og Ströndum var hins vegar minni veiði en á sama tíma í fyrra.  Veiði á Vestfjörðum fór hægt af stað en nú síðustu daga hefur hún glæðst.   Á utanverðum Breiðafirði og í Faxaflóa er sömu sögu að segja.   Veiði báta frá Grindavík var hins vegar svipuð og hjá félögum þeirra á norðausturhorni landsins.  


Öll svæði eru nú opin til veiða nema í innanverðum Breiðafirði þar sem heimilt verður að hefja þær 20. maí. 


Heildaraflinn er að nálgast 4.000 tonn, þannig að enn er óveiddur rúmur þriðjungur þess sem heimilt er að veiða. 


Verð fyrir grásleppu og hrogn á vertíðinni hefur ekki enn náð þeim væntingum sem menn höfðu.  Meðalverð á heilli grásleppu á mörkuðum er 206 kr/kg og þá hefur búkurinn verið seldur á 80 kr/kg.  Sé tekið mið af þessum verðum er heildaraflaverðmæti grásleppu nú rúmar 800 milljónir.  


 
Rauðmagi.jpg
Hjúin 

efnisyfirlit síðunnar

Hönnun og umsjón: GB hönnun ehf, Laugavegi 13, 101 Reykjavík, augl@smabatar.is

...