Stuðningur frá Bolungarvík og Grundarfirði - Landssamband smábátaeigenda

Stuðningur frá Bolungarvík og Grundarfirði
Stuðningur við aukinn afla til strandveiða berst víða að.  Nú síðast voru það Bolungarvík og Grundarfjörður sem lýstu stuðningi við kröfu LS um 2000 tonn aukningu til strandveiða.


Bolungarvík

„Bæjarráð Bolungarvíkur tekur undir með Landssambandi smábátaeigenda að auka eigi aflaviðmiðun „strandveiða“ úr 8.600 tonnum í 10.600 tonn“, segir m.a. í samþykkt bæjarráðsins.   Í niðurlagi samþykktarinnar segir:  „Bæjarráð telur einnig að heppilegt væri að auka sveigjanleikann í kerfinu til að gera mönnum kleyft að stunda veiðarnar vi sem bestar veðurfarslegar aðstæður og draga þannig úr óþarfa áhættu og auka arðsemi veiðanna“ 


Grundarfjörður

Í samþykkt bæjarráðs Grundarfjarðarbæjar er tekið undir kröfu LS og ráðherra avinnumála hvattur til góðra verka er varða strandveiðar. 

efnisyfirlit síðunnar

Hönnun og umsjón: GB hönnun ehf, Laugavegi 13, 101 Reykjavík, augl@smabatar.is

...