Vesturbyggð - aukning strandveiða afar mikilvæg - Landssamband smábátaeigenda

Vesturbyggð - aukning strandveiða afar mikilvæg
Bæjarráð Vesturbyggðar samþykkti á fundi sínum fyrr í dag hvatningu til sjávarútvegsráðherra um að auka strandveiðikvótann um 2000 tonn.


Samþykktin er eftirfarandi:

„Bæjarráð Vesturbyggðar hvetur sjávarútvegsráðherra til að auka strandveiðikvóta um 2000 tonn, úr 8600 tonnum í 10600 tonn á þessari vertíð.  

Á síðasta ári nam verðmæti strandveiðiafla í kringum 200 milljónir í Vesturbyggð.  Var sveitarfélagið hæst yfir landið þegar kemur að strandveiðiafla.  

Sérstakt strandveiðigjald skiptir hafnarsjóð mikilu máli enda kallar fjölgun báta á mikla uppbyggingu í höfnum sveitarfélagsins.  Nú í byrjun maí eru um 35 bátar á strandveiðum frá Vesturbyggð og má  ætla að sá fjöldi tæplega tvöfaldist á næstu mánuðum miðað við reynslu fyrri ára.   Aukning strandveiðikvóta skiptir því gríðarlega miklu máli fyrir samfélögin á sunnanverðum Vestfjörðum.“


Patró 2.jpg
 

efnisyfirlit síðunnar

Hönnun og umsjón: GB hönnun ehf, Laugavegi 13, 101 Reykjavík, augl@smabatar.is

...