Makríllinn mættur - Landssamband smábátaeigenda

Makríllinn mættur
Það var aldeilis hamagangur á bryggjunni í Garði nú í kvöld.  Makríllinn mættur og vel tekið á móti honum.  Fjölmenni á bryggjunni og veiði mjög góð.  


Að sögn aðila á staðnum sem hefur reynslu í bryggjuveiðum á makríl er hann stærri nú en í fyrra.  Það kemur heim og saman við fréttir frá uppsjávarskipunum sem nú eru farin að reyna fyrir sér í Grindavíkurdýpi.


Myndin er tekin á bryggjunni í Garði síðdegis.

20150628_162313.jpg 

efnisyfirlit síðunnar

...