Strandveiðibátar rjúfa 2.000 tonna múrinn - Landssamband smábátaeigenda

Strandveiðibátar rjúfa 2.000 tonna múrinn
Þrátt fyrir afar slæma tíð hafa strandveiðar skilað 2.060 tonna afla frá því þær hófust 4. maí.  Eins og sl. sumur er mest þátttaka í veiðunum á svæði A (Arnarstapi - Súðavík), þar hafa 206 bátar hafið veiðar.  

Alls eru nú 496 bátar á strandveiðum og hafa þeir farið í alls 3.780 róðra.  Meðaltalsafli í róðri er 545 kg.

Í maí voru dagatakmarkanir aðeins á svæði A, en þar mátti róa 9 daga af þeim 14 sem í boði voru.  Að loknum 6. degi strandveiða í júní hafa strandveiðar því staðið yfir í 75 daga og er afli á hvern dag yfir öll svæðin að meðaltali 129 tonn.

Screen Shot 2015-06-10 at 12.45.50.png

Það sem af er júní er búið að nýta 31% heimilda mánaðarins á svæði A, en á öðrum svæðum eru nægar veiðiheimildir eftir.


Screen Shot 2015-06-10 at 10.43.17.png  

 

efnisyfirlit síðunnar

...