Breytingar á lögum um stjórn fiskveiða - Landssamband smábátaeigenda

Breytingar á lögum um stjórn fiskveiða
Skömmu fyrir þinglok lagði atvinnuveganefnd Alþingis fram frumvarp til laga um breytingu á lögum um stjórn fiskveiða. 

Breytingarnar voru samþykktar sem lög frá Alþingi fyrr í dag eða rétt áður en forsætisráðherra frestaði fundum þingsins til 8. september 2015.

Endanlegt þingskjal er ekki tilbúið, en verður birt hér um leið og búið er að ganga frá því hjá skrifstofu Alþingis.


Breytingar sem gerðar voru:

1. Ráðherra verður heimilt að ráðstafa 800 tonnum af síld og 2.000 tonnum af makríl til 
        smábáta þar sem viðkomandi greiði 8 krónur fyrir hvert kíló.

        Breytingin felst í að gjaldið er lækkað um helming var 16 krónur og þá kemur inn viðbót við 
        makrílheimildir.    Með því er smábátum heimilt að veiða 9.026 tonn, 5,22% af leyfilegum 
        heildarafla, á komandi vertíð sem er aukning um 2.209 tonn.  Hlutur þeirra í úthlutun er 
        óbreyttur frá í fyrra 4,07%. 


2. Reglum um skiptimarkað verður breytt með því að taka upp sömu tilhögun og gilti við 
        upphaf hans.


3. Heimilt verður að sameina viðmiðun aflareynslu fyrir úthlutun aflahlutdeilda þegar breyting 
        verður á skipastól enda liggi fyrir samþykki eigenda beggja aðila.


4. Framlengt er um eitt ár undanþága frá hámarksaflahlutdeildarreglu hjá krókabátum 
        (Stakkavíkurákvæðið) 

efnisyfirlit síðunnar

...