Frysta makríl í beitu - Landssamband smábátaeigenda

Frysta makríl í beitu
Talsvert hefur verið hringt í skrifstofu LS og spurst fyrir um hvernig makríll sé bestur í beitu.   Þeir sem haft hefur verið samband við segja að makríll sem veiddur var í lok vertíðar hafi gefið mestan afla á línuna.  Þá hafi hann verið búinn að ná góðri fituprósentu.


Við meðhöndlun þarf að setja hann í kör strax og hann er veiddur, beint í krapa, ís og sjór.  Einnig er bent á að hraðari kæling fæst með því að strá smá salti í körin.

Við löndun þarf að moka 3 - 5 skóflum af ís í makrílinn þegar honum er sturtað í önnur kör.


Þá hefur einnig heyrst af aðilum sem lausfrysta makrílinn sjálfir í pönnum á gólfi í frystigámum og setja svo í tröllakassa til geymslu.

Flestir eru á því að best sé að láta frysta fyrir sig annaðhvort lausfryst eða pönnufryst (pressað).


Makríllinn er mjög feitur fiskur og því mjög viðkvæmur, hann þránar hratt ef kælingu er ábótavant og eins er geymsla í miklu frosti 24° - 27°C mjög mikilvæg til langs tíma.

 

efnisyfirlit síðunnar

...