Stöðvun strandveiða á svæði B - Landssamband smábátaeigenda

Stöðvun strandveiða á svæði B

Fiskistofa hefur tilkynnt að síðasti dagur strandveiða á svæði B verði þriðjudagurinn 28. júlí.


Auglýsing er væntanleg í Stjórnartíðindum þess efnis að frá og með 29. júlí til og með 31. júlí eru strandveiðar óheimilar á svæði B.


Að loknum veiðum í síðustu viku átti eftir að veiða 96 tonn á B svæði en meðalveiði á dag í vikunni voru 36 tonn.   Alls 140 bátar stunda nú strandveiðar á svæði B. 

efnisyfirlit síðunnar

...