Veiðiskylda og framsal á makríl - Landssamband smábátaeigenda

Veiðiskylda og framsal á makríl

Undirbúningur fyrir komandi makrílvertíð er hafinn í skugga töluverðrar óvissu.  Fyrst skal nú nefna hvort hann verður hér við ströndina í veiðanlegu magni, nú þá hvort hann gefi sig að færunum.  Þá er til að taka að enn er óvissa um söluhorfur og væntanlegir kaupendur því ekki búnir að gefa út verð.  


Auk þessa er töluvert spurt um útfærslu á hinu nýja veiðikerfi sem tilkynnt var í reglugerð 16. júní sl.  Fimmti þáttur þessarar upptalningar snýr að þeim 2.000 tonnum sem ráðherra hefur heimild til að úthluta til smábáta gegn 8 kr gjaldi.  Reglugerð um framkvæmd þess er vænanleg á næstunni. Gjaldið kemur til viðbótar við 6,24 kr veiðigjald á afla sem landað er fyrir 1. september. 


Tvær reglugerðir hafa verið gefnar út er varða makrílveiðar 2015.  Reglugerð nr. 532/2015 og nr. 553/2014.  Þar er m.a. kveðið á um eftirfarandi:

1. Heimilt er að sameina veiðiheimildir smábáta þar sem eigendaskipti hafa orðið.  Forsenda 
        þess er að báðir aðilar, kaupandi og seljandi óski eftir færslu kvótans.  Ákvæðið tekur strax 
        gildi.

2. Frá og með 25. ágúst er framsal heimilt á aflamarki makríls innan hópsins.

3. Veiðiskylda - hafi viðkomandi ekki veitt 40% af útgefnum veiðiheimildum fyrir 20. ágúst 
        missir hann yfirráð yfir óveiddu og hefur ráðherra heimild til að úthluta til annarra smábáta.


 

efnisyfirlit síðunnar

...