Afli eykst og minnkar - Landssamband smábátaeigenda

Afli eykst og minnkar

Þegar einn mánuður er eftir af fiskveiðiárinu hefur heildarafli aukist um fjórðung milli fiskveiðiára.  Aflinn nú er 1,226 milljónir tonna, en 20 þús. tonn vantaði upp á milljón tonn á sama tíma í fyrra.


Megin skýringin á aukningunni er að yfirstandandi fiskveiðiár skilaði 242 þús. tonna meiri afla í loðnu.


Afli smábáta í þeirra helstu tegundum minnkar hins vegar milli fiskveiðiára.  Í fyrra var hann tæp 80 þús tonn að loknum 11 mánuðum fiskveiðiársins er nú er hann 73.393 tonn.   Aflinn dregst því saman um 7,7%.


Sjá nánar:

Tölur unnar úr gögnum
frá Hagstofu og Fiskistofu.
 

efnisyfirlit síðunnar

...