Hagstofan rannsakar áreiðanleika talna - Landssamband smábátaeigenda

Hagstofan rannsakar áreiðanleika talna
Að undanförnu hafa tölur um útflutningsverðmæti til Rússlands mikið verið í umræðunni. Samkvæmt tölum Hagstofunnar voru fluttar út sjávarafurðir þangað á síðasta ári fyrir um 24 milljarða.  Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS) hafa hins vegar bent á að til Rússlands hafi verðmætið verið 30 milljarðar.  Máli sínu til stuðnings hefur SFS bent á að mismunurinn liggi í sjávarafurðum sem fóru frá Íslandi gegnum Holland og Litháen áfram til Rússlands.

Screen Shot 2015-08-17 at 22.57.31.png
Í frétt Hagstofunnar „Vöruviðskipti við Rússland“ er greint frá því að áreiðanleiki talna frá henni byggi á upplýsingum frá útflytjendum sem ber að greina frá því í tollskýrslum hvar varan endar.  


Hinn mikli munur á tölum hefur orðið til þess að Hagstofan hefur hafið rannsókn á nákvæmni upplýsinga um endastöð vörunnar.   Tekið er fram í fréttinni að sú rannsókn beinist ekki að Rússlandi sérstaklega heldur fremur að háu hlutfalli Hollands í útflutningsskýrslum.


LS fagnar þessu frumkvæði Hagstofunnar og telur það vera nauðsynlegt þar sem tölur frá stofunni eiga að vera hafnar yfir allan vafa um áreiðanleika. 

efnisyfirlit síðunnar

...