Píratar vilja frjálsar handfæraveiðar - Landssamband smábátaeigenda

Píratar vilja frjálsar handfæraveiðar
Sjávarútvegsstefna Pírata hefur verið gerð opinber.  Í henni er m.a. gert ráð fyrir að handfæraveiðar verði frjálsar þeim sem kjósa að stunda þær til atvinnu.  

Í greinargerð með þessum lið stefnunnar segir:
„Með frjálsum veiðum einstaklinga á handfæri skal stuðlað að nýliðun ásamt kærkominni búbót fyrir gjörvallt landið.  Tilgangurinn er að hafa átyllu fyrir nýja aðila til að komast inn í útgerð án þess að þurfa að standa undir útgjöldum við leigu á heimildum.  Skal þetta háð skynsamlegum takmörkunum á fjölda leyfa á einstakling, lögaðila og eftir tegundum báta.“


Screen Shot 2015-08-26 at 11.34.00.png


Alls er sjávarútvegsstefnan sett fram í 9 töluliðum.  Auk sérstaks liðar um handfæraveiðarnar er komið inn á eftirtalið:

  • Eignarhald auðlinda í náttúru Íslands, sem ekki eru í einkaeigu, eru sameiginlegt og ævarandi eign þjóðarinnar.

  • Aflaheimildir skal bjóða upp til leigu á opnum markaði.

  • Allur afli skal fara á markað.

  • Allar upplýsingar frá vigtun og markaði skulu vera opinberar.

  • Ráðgjafaráð Hafrannsóknastofnunar skal ekki skipað hagsmunaaðilum.

  • Tryggja skal eftirlitshlutverk Samkeppnisstofnunar.

  • Stórefla skal Landhelgisgæsluna.

  • Refsivert verði að láta sjómenn taka þátt í leigu á aflaheimildum.


 

efnisyfirlit síðunnar

...