Aðalfundir svæðisfélaga LS - Landssamband smábátaeigenda

Aðalfundir svæðisfélaga LS
Í hönd fer tími fundarhalda hjá smábátaeigendum.  Aðalfundir bresta á hver af öðrum á næstu vikum.  

Fyrst ríður á vaðið Báran í Hafnarfirði nk. laugardag 12. september.  Fundurinn verður haldinn á Hótel Víking Hafnarfirði (á móti Fjörukránni) og hefst kl. 12:00.  

Léttur hádegisverður er í boði félagsins.Formaður BÁRUNNAR er Jón B. HöskuldssonSnæfell -  aðalfundur í Ólafsvík


Snæfell hefur boðað félagsmenn sína til aðalfundar nk. sunnudag 13. september.  Fundurinn verður á Veitingashúsinu Hrauni Ólafsvík og hefst kl 16:00.

Snæfell er fjölmennast svæðisfélaga LS - 151 bátur í eigu félagsmanna.  Það tryggir félaginu 6 fulltrúa á 31. aðalfund LS sem haldinn verður 15. og 16. október.

Félagið býður félagsmönnum til kvöldverðar að loknum fundi.Fomaður SNÆFELLS er Valentínus GuðnasonFormaður LS og framkvæmdastjóri munu mæta á aðalfundi svæðisfélaganna.  Auk venjulegra dagskrárliða aðalfunda verður nýgerður kjarasamningur um ákvæðisvinnu við línu og net kynntur og atkvæði greidd um hann. 

efnisyfirlit síðunnar

...