Betra samband með Vodafone síma - Landssamband smábátaeigenda

Betra samband með Vodafone síma
Austfirskir smábátaeigendur hafa löngum glímt við erfitt símasamband.  Þrátt fyrir að ályktað hafi verið um málefnið og stjórnvöldum gert viðvart er ekkert lát á skuggablettum.  Fjarskiptastofnun vísar á einkafyrirtækin, sem bera kostnaðinn saman við notkun á svæðinu.  Ferillinn hefur enn litlum árangri skilað.

Á aðalfundi Félags smábátaeigenda á Austurlandi sem haldinn var á Neskaupstað 26. september sl. voru fjarskiptamálin í brennidepli enda einn af lykilhlekkjum í öryggisneti sjófarenda.  Í umræðum um málefnið kom fram að smábátaeigendur hafa nú sjálfir ráðist í rannsóknir sem beinast að símunum sjálfum.  Þeir hafa bæði verið með síma frá Vodafone og Símanum.  Skemmst er frá því að segja að umtalsverður munur er á símasambandinu þegar Vodafone er annars vegar.  
DSCN1230.jpg

Það er von smábátaeigenda á Austurlandi að settur verði upp sendir á Dalatanga þannig að treysta megi á að samband verði virkt á öllu svæðinu.


Meðal ályktana sem fundurinn samþykkti að senda til 31. aðalfundar LS.:

Strandveiðar
  • viðmiðunarafli verði aukinn verulega
  • hægt verði að segja sig frá veiðunum og hefja aðrar veiðar                                  
  • til framtíðar verði    strandveiðitímabil lengt í 6 mánuði                    Formaður og ritari

Veiðikerfi
  • Hafna á öllum hugmyndum um sameiningu veiðikerfa svo og um kvótasetningu á grásleppu

Skoðanir - eftirlit
  • LS kanni möguleika á útboði er varða einstaka liði skoðana.
  • Tíðni skoðana gúmmíbjörgunarbáta verði breytt þannig að þeir verði skoðanafríri fyrstu 5 árin.

Makríll
  • Aðalfundur FSA hafnar alfarið kvótasetningu á makríl til krókaveiða og minnir á kröfu LS um 16% hlutdeild í heildarafla til smábáta.

Byggðakvóti og línuívilnun
  • Aðalfundur FSA hvetur LS til áframhaldandi baráttu fyrir línuívilnun til allra dagróðrabáta og að byggðakvóti verði sem ívilnun við löndun fyrir dagróðrabáta.


Stjórn Félags smábátaeigenda á Austurlandi var öll endurkjörin 

Ólafur Hallgrímsson         Borgarfiðir      formaður
Alfreð Sigmarsson           Seyðisfirði       meðstjórnandi
Guðlaugur Birgisson        Djúpavogi       ritari
Kári Borgar Ásgrímsson  Borgarfirði       gjaldkeri
Sævar Jónsson               Neskaupstað   meðstjórnandi

DSCN1222.jpg
Frá Neskaupstað

 

efnisyfirlit síðunnar

...