Kosið um kjarasamning - kjörfundur hafinn - Landssamband smábátaeigenda

Kosið um kjarasamning - kjörfundur hafinn
Kjarasamningur Landssambands smábátaeigenda og Starfsgreinasambandsins um ákvæðisvinnu við línu og net hefur legið frammi frá því hann var undirritaður 2. september sl.  Einnig hefur samningurinn verið kynntur á fundum svæðisfélaga sem haldnir hafa verið.


Nú er komið að því að greiða atkvæði um samninginn.  Hægt er að greiða atkvæði símleiðis - hringja á skrifstofu LS s. 552-7922 eða með tölvupósti.  
Atkvæðagreiðsla stendur til miðnættis 5. október. 


Á kjörskrá eru félagsmenn í LS sem fengu línuívilnun á síðasta fiskveiðiári og þeir sem stundað hafa netaveiðar (þorskur - grásleppa). 


Eigi viðkomandi einn bát sem bæði hefur stundað línu- og netaveiðar hefur hann heimild til að greiða 2 sinnum, eitt atkvæði um hvorn útgerðarmáta.

Þannig að samningurinn komi til framkvæmda þurfa bæði útgerðarformin að samþykkja hann.  


Greiða með tölvupósti

Með því að blikka á þá valmöguleika sem hér eru skráðir opnast tölvupóstur.  Áður en hann er sendur ber þátttakanda að skrá skipaskrárnúmer. Línuveiðar Samþykki samninginn

        Synja samningnum        Synja samningnum


 

 

efnisyfirlit síðunnar

...