Mestur afli 8. júlí - Landssamband smábátaeigenda

Mestur afli 8. júlí

Þegar nýlokið er strandveiðum er ágætt að rýna í nokkrar tölur tengdar veiðunum.


Mestur dagsafli fékkst miðvikudaginn 8. júlí 309,211 tonn.

Á svæði A var meðaltal dagsafla hæst 80,8 tonn.

Bátar með virk leyfi voru 630 - flest á svæði A - 227.

Heildarafli á strandveiðum 2015 varð 8.568 tonn sem fékkst í 14.889 róðrum.

Afli að meðaltali í róðri var mestur á svæði A 613 kg

Meðalafli á bát var mestur á svæði C 15,5 tonn.

Fæstir veiðidagar voru á svæði A 36 talsins

Svæði D var opið allan veiðitímann í alls 65 daga

Heildarfjöldi daga á svæðunum fjórum var 210.


Screen Shot 2015-09-09 at 18.54.38.png


Verð á fiskmörkuðum

Meðalverð á óslægðum handfæraþorski á tímabili strandveiða maí - ágúst 2015 sem seldur var á fiskmörkuðum var 287 kr / kg. 

maí        272 kr / kg
júní        288 kr / kg
júlí         283 kr / kg
ágúst     307 kr / kg

 

efnisyfirlit síðunnar

...