Olían 40 krónum ódýrari - Landssamband smábátaeigenda

Olían 40 krónum ódýrari
Landssamband smábátaeigenda hefur nú haldið utan um olíuverð í 11 mánuði.  Birt mánaðarlega lítraverð á litaðri olíu við bátadælu.  Það er ánægjulegt að segja frá því að verð heldur áfram að lækka.  

Þegar reiknað er meðalverð olíufélagana þriggja á tímabilinu kemur í ljós að það var hæst í nóvember í fyrra rúmar 164 kr/lítri, en nú 10 mánuðum síðar er verðið hins vegar 40 krónum lægra.   Lækkunin nemur 24,3%.

Screen Shot 2015-09-23 at 23.05.13.png
OLÍS býður í dag lægsta lítraverðið 122,60 m.vsk, sem er 4,1% lækkun milli mánaða.  

Mismunur á hæsta og lægsta verði er 3,20 kr/lítri.

Eins og í fyrri könnunum er öll verð án afsláttar.

Félagsmenn eru eins og áður hvattir til að bera verðið sem hér er birt saman við þann afslátt sem þeir fá.


Verð á lítra 23. september 2015

OLÍS 122,60 kr / lítri
N1         124,80 kr / lítri
Skeljungur 125,80 kr / lítri

Screen Shot 2015-09-23 at 23.07.05.png
 

efnisyfirlit síðunnar

...