Lækkum olíukostnað - Landssamband smábátaeigenda

Lækkum olíukostnað

Landssamband smábátaeigenda hefur hrundið af stað verkefni sem nær til allra smábátaeigenda.  Það snýr að því að óska tilboða frá olíufélögunum í viðskipti við félagsmenn LS.

Undirbúningur hefur staðið yfir um nokkurt skeið þar sem leitað var til sérfræðinga á þessu sviði.  

Markmiðið er að lækka verð á olíu til félagsmanna í LS, að afslátturinn telji fleiri krónur en nú er.  Til að það takist verða smábátaeigendur að sýna mikla samstöðu og taka allir sem einn þátt í útboðinu.   

Nú þegar hafa á annað hundrað félagsmenn skráð sig til þátttöku.  


Hvernig tek ég þátt?

Með því að blikka   hér  opnast tölvupóstur, merktur „LS-olía-afsláttur“.    Um leið og tölvupósturinn hefur verið sendur er viðkomandi kominn í hópinn.
Frétt um málið í Morgunblaðinu í dag 8. október.

Screen Shot 2015-10-08 at 12.16.28.jpg 

efnisyfirlit síðunnar

...