Þakkir til Vaktstöðvar siglinga - Landssamband smábátaeigenda

Þakkir til Vaktstöðvar siglinga

Á aðalfundi LS var að venju fjallað um öryggismál.  Það sem betur megi fara í þeim efnum og það sem vel hefur verið gert.

Fundurinn beindi þakklæti smábátaeigenda til Vaktstöðvar siglinga fyrir þá miklu öryggisgæslu sem hún veitir sjófarendum.  Þaðan er fylgst með allan sólarhringinn og fullyrða má að mannslífum hafi verið bjargað með árverkni starfsmanna þar.  Nýlegt dæmi er þegar Jóni Hákoni hvolfdi og þremur mönnum var bjargað á síðustu stundu af kjöl hans áður en hann sökk. Skipverjar á Mardísi heyrðu kall Vaktstöðvarinnar og fóru þegar á slysavettvang og náðu skipverjunum um borð.


Tengt þessu var samþykkt eftirfarandi sem lítur að mikilvægi réttrar skráningar á AIS.
  
„Aðalfundur LS skorar á Samgöngustofu að gefa ekki út mælibréf / haffærisskírteini fyrr en tryggt er að nöfn báta séu rétt skráð á AIS.  LS beinir því til bátaeigenda að ganga úr skugga um að nöfn báta þeirra séu rétt skráð í AIS kerfinu.“


Fjarskiptamál

Fjarskiptamál voru einnig til umræðu á aðalfundinum og mikilvægi þess að útrýma öllum skuggablettum þannig að AIS kerfið næði alltaf að nema boð frá bát.  Einnig að GSM kerfið næði sömu virkni og NMT hefði haft.  Eftirfarandi ályktun var samþykkt:   

„Aðalfundur LS skorar á stjórnvöld að tryggja að langdrægni AIS kerfisins sé með þeim hætti að það náyfir þekktar veiðislóðir smábáta.
Því er harðlaega mótmælt að farsvið smábáta sé takmarkað við ástand og ásigkomulag AIS eftirlitskerfisins eins og það er á hverjum tíma.“


 


 

efnisyfirlit síðunnar

...