Alþingi - efla verður einyrkjaútgerð smábáta - Landssamband smábátaeigenda

Alþingi - efla verður einyrkjaútgerð smábáta
Smábátaútgerðin var rædd á Alþingi sl. miðvikudag.  Það var Sigurður Páll Jónsson varaþingmaður Framsóknarflokksins í NV-kjördæmi sem kvaddi sér hljóðs undir liðnum „Störf þingsins“.
Þar gefst þingmönnum tækifæri í 2 mínútna ræðu að koma ýmsu á framfæri sem brennur á þeim.


Screen Shot 2015-11-13 at 10.14.35.jpg

Sigurður Páll kom víða við í ræðu sinni.  Hann sagði nauðsynlegt að efla einyrkjaútgerðina sem nú ætti undir högg að sækja, hann tók undir tillögur LS um strandveiðar, ræddi ráðgjöf Hafrannsóknastofnunar um grásleppuveiðar, síldveiðar ofl. 

efnisyfirlit síðunnar

...