Ísafjarðarbær fær mestan byggðakvóta - Landssamband smábátaeigenda

Ísafjarðarbær fær mestan byggðakvóta
Þann 22. október sl. úthlutaði Sigurður Ingi Jóhannsson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra 5.662 þorskígildistonna byggðakvóta fyrir yfirstandandi fiskveiðiár.  Úthlutunin styðst við tvær reglugerðir nr. 604 frá 3. júlí 2015 og nr. 920 frá 16. október 2015.


Samkvæmt úthlutuninni fá 32 sveitarfélög byggðakvóta, en innan þeirra eru 48 byggðarlög.  Alls fengu þrjú byggðarlög hámarksúthlutun 300 þorskígildis tonn:  Flateyri, Sveitarfélagið Skagaströnd og Djúpivogur.  


Af sveitarfélögum kemur mest í hlut Ísafjarðarbæjar 771 þorskígildistonn, 514 var úthlutað til Snæfellsbæjar, 323 til Dalvíkurbyggðar og 311 til Fjallabyggðar.  


Úthlutun byggðakvótans er til sjávarbyggða sem hafa lent í vanda vegna samdráttar í afla, skerðingu aflaheimilda og afla til vinnslu á botnfiski, enda sé íbúafjöldi úthlutunarstaðar undir 2.000.
 

efnisyfirlit síðunnar

...