LS undirritar samstarfssamning við Skeljung - Landssamband smábátaeigenda

LS undirritar samstarfssamning við Skeljung

Landssamband smábátaeigenda og Skeljungur hafa gengið frá samstarfssamningi sín í milli.  Samkvæmt honum fá félagsmenn í LS afslátt af viðskiptum sínum við Skeljung.  Samningurinn nær til alls eldsneytis og smurefna.

Undirskrift_landsamband-smábátaeigenda.jpg


Hér er um verulega búbót fyrir félagsmenn að ræða sem vert er að nýta sér.  Skeljungur gefur út sérstök kort sem tryggir afslátt fyrir viðskiptin.  Félagsmenn eru hvattir til að senda tölvupóst til skrifstofu LS sem afgreiðir umsóknir til Skeljungs.   
 Það skal tekið fram að samstarfssamningurinn hefur í engu áhrif á útboð á olíu til félagsmanna. Það verkefni er í fullri vinnslu og verður þátttakendum í því sendur tölvupóstur á næstu dögum um næstu skref í því máli.


 

 

efnisyfirlit síðunnar

...