Lúðuveiðar bannaðar - Landssamband smábátaeigenda

Lúðuveiðar bannaðar
Vakin er athygli á að í gildi er bann við lúðuveiði.  Sú lúða sem berst á land á að fara á markað og sölu andvirðið í Verkefnasjóð sjávarútvegs (VS)


Vilji svo óheppilaga til að lúða slæðist um borð sem meðafli skal umsvifalaust grípa til aðgerða.  Leiði skoðun til þess að hún sé lífvænleg skal án umhugsunar sleppa henni.


Við línuveiðar á að sleppa allri lúðu með því að skera á taum línunnar.  Þegar lúðan veiðist á handfæri eða sjóstöng á að losa lúðuna með mikilli gætni eða skera á lykkju slóðans áður en lúðan kemur um borð.

Reglugerð um veiðar á lúðu uppfærð 470-2012.pdfLS vill heimila löndun sem meðafla

Á aðalfundi LS voru lúðuveiðar til umræðu.  Nokkurrar gagnrýni gætti í málflutningi þeirra sem til máls tóku.  Niðurstaða fundarins var að leggja til að leyft yrði að landa lúðu sem meðafla.  Andvirðið færi að 80% hluta í VS.

Lúða góður fengur.jpg 

efnisyfirlit síðunnar

Hönnun og umsjón: GB hönnun ehf, Laugavegi 13, 101 Reykjavík, augl@smabatar.is

...