Málþing með notendum Faxaflóahafna - Landssamband smábátaeigenda

Málþing með notendum Faxaflóahafna
Í dag boðuðu stjórnendur Faxaflóahafna sf. til málþings sem haldið var í Hörpu. Þar voru kynnt þau málefni sem efst eru á baugi á því starfssvæði sem tilheyrir Faxaflóahöfnum sf.

Gísli Gíslason hafnarstjóri kynnti meðal annars þær framkvæmdir og verkefni sem eru skipulögð
á hafnarsvæðum fyrir árið 2106.

Talsverðar hafnarframkvæmdir eru vegna stórskipahafnar við Skarfabakkann í Sundahöfn. 
Einnig er uppbygging og endurnýjun á rafkerfi fyrir landtengingar stórskipa sem er liður í að minnka mengun frá útblæstri og hávaða frá skipum.

Á Akranesi er á skipulagi að farið verði í stóraðgerðir með landfyllingu sem ætluð er fyrir uppsjávarvinnslu HB Granda, og ef af verður þá einu sem staðsett yrði á vestari hluta Íslands.
Í sama húsi yrði stór frystigeymsla.

Í fyrirspurn frá formanni smábátafélags Reykjavíkur svaraði Gísli því til að ekki stæði til að létta
undir með eigendum smábáta með auðveldara aðgengi og afmörkuðu svæði þeim til handa.
Benti jafnframt á að talsverð uppbygging hefði verið framkvæmd í norður-hluta hafnarinnar sem
ætti að henta smábátum vel. Einnig svaraði hann því til að upptökubraut sem framkvæmdum væri lokið við væri ætluð öllum sem hana gætu notað.

Við fyrirspurn formanns LS sagði Gísli að ekki stæði til að flæma trillukarla eða konur frá gamla hafnarsvæðinu. Vonaðist hann til að fleiri smábátaeigendur myndu verða til þess að nýta þetta svæði og allt yrði gert til þess að þessi aðstaða myndi halda sér. Enda grunnurinn að því sem hafnirnar byggðust upp á í fyrstu.

Dagskrá málstofunnar.     

efnisyfirlit síðunnar

...